Myrtu alla gíslana

Gíslarnir voru allir drepnir, hugsanlega fyrir misskilning.
Gíslarnir voru allir drepnir, hugsanlega fyrir misskilning. AFP

Talið er mögulegt að mannræningjar sjö útlendinga í Nígeríu hafi talið breskar herþotur vera komnar til að reyna að bjarga gíslunum þegar þær voru í raun að lenda í Nígeríu til að ferja hermenn til Malí. Mannræningjarnir drápu alla gíslanna. Þeir voru m.a. frá Bretlandi, Líbanon og Grikklandi.

Stjórnvöld þessara landa sögðu frá þessu í dag og fordæmdu voðaverkin og sögðu þau grimmdarleg og framin með köldu blóði.

Gíslatökumennirnir tilheyra íslömskum öfgahópi.

Mannránið átti sér stað í febrúar á vinnslusvæði líbansks verktakafyrirtækis í norðurhluta Nígeríu.

Mannræningjarnir tilheyra hópi sem tengist hryðjuverkasamtökunum Boko Haram.

Á myndbandsupptöku sem hópurinn birti í dag kom fram að þeir hefðu ákveðið að drepa gíslana þar sem Bretar og nígerísk stjórnvöld hefðu ætlað að reyna að bjarga þeim. Það var hins vegar misskilningur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert