Dæmdir fyrir glæpi gegn mannkyni

Reynaldo Bignone er einn hinna dæmdu. Hann var settur forseti …
Reynaldo Bignone er einn hinna dæmdu. Hann var settur forseti árin 1982-1983, fyrir fall herstjórnarinnar. JUAN MABROMATA

Sjö fyrrum lögreglu- og hermenn voru í dag dæmdir til lífstíðar fangelsisvistar fyrir glæpi gegn mannkyni á einræðistímabili herstjórnarinnar í Argentínu á árunum 1976-1983. 

Mennirnir eru dæmdir fyrir að fyrirskipa morð, brottnám barna, vopnuð rán og frelsissviptingu. Þrír fengu dóm upp á 5-18 ár fyrir sinn þátt í glæpunum. Þeir sem dæmdir voru eru á aldrinum 69-82 ára. Þrír mannanna munu afplána dóma sína á heimilum sínum sökum heilsufarsvandamála. Fjórir mannanna voru í lögreglunni en þrír í hernum.

AFP segir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert