Gríðarlegur fjöldi mótmælti

Að minnsta kosti 300 þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn hjónaböndum samkynhneigðra í París í dag. Lögregla meinaði mótmælendum að ganga um Champs-Élysées og beitti táragasi á um 200 mótmælendur sem reyndu að brjóta sér leið inn á breiðstrætið.

Lög sem heimila hjónabönd samkynhneigðra og að samkynhneigðir megi ættleiða voru fyrr í vetur samþykkt í neðri deild franska þingsins en frumvarpið verður tekið fyrir í efri deildinni í apríl. Ólíklegt þykir annað en að frumvarpið verði samþykkt þar. Mótmælendurnir eru hins vegar ekki sáttir við það og krefjast þess að málið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Mótmælendurnir beittu efnahagsástandinu fyrir sig við mótmælin í dag og margir báru spjöld sem gagnrýndu að lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband séu sett á sama tíma og hluti þjóðarinnar er án atvinnu. Mátti sjá skilti með áletrunum eins og: Við viljum vinnu ekki hjónabönd samkynhneigðra.

Lögreglan í París neitaði skipuleggjendum göngunnar um að fara um  Champs-Élysées á þeirri forsendu að það ógnaði almanna öryggi en forsetahöllin er þar skammt frá.

Lögreglan telur að um 300 þúsund manns hafi tekið þátt en skipuleggjendur segja að um 1,4 milljónir manna hafi tekið þátt í göngunni sem náði frá La Défence að Sigurboganum. 

AFP
AFP
AFP
AFP
Einn helsti talsmaður þeirra sem berjast á móti því að …
Einn helsti talsmaður þeirra sem berjast á móti því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband, Virginie Tellene, aka Frigide Barjot, hélt ræðu við mótmælin í dag AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
Leiðtogi Kristilegra demókrata, Christine Boutin, er ein þeirra sem fékk …
Leiðtogi Kristilegra demókrata, Christine Boutin, er ein þeirra sem fékk táragas í augun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert