Forstjóri Kýpurbanka látinn hætta

AFP

Seðlabanki Kýpurs hefur vikið forstjóra Kýpurbanka, stærsta banka landsins, frá störfum. Þetta segir ríkisfréttastofa landsins.

Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins. Þar segir að seðlabankastjórinn Panicos Demetriades hafi þrýst á afsögn forstjórans, Yiannis Kypri. Demetriades hefur sjálfur legið undir ámæli fyrir viðbrögð sín gagnvart bankakreppunni á Kýpur.

Fréttastofa Kýpur segir að það hafi verið að fyrirskipun lánardrottna landsins að Kypri hafi verið gert að taka pokann sinn.

Aðfararnótt mánudags náðu stjórnvöld á Kýpur samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um 10 milljarða neyðarlán til að forða landinu frá gjaldþroti.

Samkvæmt samkomulaginu verður Kýpurbanki endurskipulagður og verður hluti næst stærsta bankans, Laiki banka, sameinaður Kýpurbanka.

Fram kemur á vef BBC að það liggi ekki fyrir hvers vegna Kypri hafi verið gert að hætta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert