Eldri karlmenn noti kvenreiðhjól

Ljósmynd/Berlin

Eldri borgarar, bæði konur og karlar, ættu að nota kvenreiðhjól til þess að draga úr slysum á meðal þeirra þegar þeir fara af reiðhjólum samkvæmt nýrri skýrslu frá VTI, sænskri rannsóknarstofnun á sviði samgöngumála.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.se að fjórir af hverjum tíu sem slasast alvarlega eða láta lífið á ökutækjum sem flokkast sem reiðhjól séu eldri en 65 ára. Slysin verða gjarnan á litlum hraða eða þegar eldri borgararnir eru að fara á hjólin eða af þeim. Gjarnan er um að ræða mjaðmaáverka.

Vísindamenn við stofnunina hafa fyrir vikið komist að þeirri niðurstöðu að það væri betra fyrir karlmenn að notast við kvenreiðhjól, með lægri slá, þegar aldurinn færist yfir. Haft er eftir Önnu Niska hjá VTI að sláin á karlareiðhjólum þvælist fyrir eldri körlum og að þeir eigi erfitt með að lyfta sér yfir hana.

Skýrsla stofnunarinnar nær til áranna 2007-2011 en samkvæmt henni urðu á þeim tíma 125 banaslys og 1.275 alvarleg meiðsl á fólki vegna reiðhjólanotkunar. Þar af urðu meiðsl á fólki í 119 skipti þegar farið var á reiðhjól eða af þeim.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hústjald til sölu
Danskt hústjald Trio Telt af gerðinni Haiti er til sölu. Tjaldið er yfir 30 ár...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...