Skotið á fólk sem krafðist launa

Nokkrir starfsmenn voru fluttir á sjúkrahús, en enginn er í …
Nokkrir starfsmenn voru fluttir á sjúkrahús, en enginn er í lífhættu. Yiannis Liakos

Um 30 særðust eftir að skotið var á verkamenn á jarðaberjaakri í Grikklandi í dag. Verkamennirnir höfðu krafist þess að fá ógreidd laun.

Verkamennirnir eru flestir frá Bangladesh. Maður sem stjórnaði á búinu er grunaður um að hafa skotið á fólkið.

Nokkrir voru fluttir á sjúkrahús, en enginn er í lífhættu. Eigandi búsins og verkstjóri búsins hafa verið handteknir.

Nokkur þúsund farandverkamenn starfa á búinu Nea Manolada, þar sem skotárásin átti sér stað. Um 200 starfsmenn höfðu komið saman og krafist þess að fá ógreidd laun. Verkstjóri á búinu taldi sér ógnað og dró upp byssu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Nea Manolada kemst í fréttirnar, en árið 2008 efndu starfsmenn til verkfalls. Þá var hleypt af stað herferð þar sem fólk var hvatt til að hunsa vörur frá búinu. Jarðaberin sem búið framleiðir voru kölluð „blóðug jarðaber“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert