Einn af hverjum fjórum erlendur

VIKTOR DRACHEV

Einn af hverjum fjórum sem ráðnir voru til opinberra stofnanna í Svíþjóð á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnir. Það er, eru annað hvort fæddir erlendis eða eiga erlenda foreldra.

Um 7.400 útlendingar voru ráðnir í opinbera geiranum árið 2012. Er talið að betri menntun ráði þar mestu um. Af þeim útlendingum sem ráðnir voru eru rúmur helmingur á aldrinum 25-34 ára.

Um 36 þúsund manns af erlendum uppruna vinna hjá hinu opinbera í Svíþjóð og eru um 15 % af öllum starfsfólki þess.

The Local segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert