18 látnir í gassprengingu

Átján eru látnir og 36 slasaðir eftir að gasflutningabíll sprakk í loft upp í Mexíkóborg í dag. Sprengingin var gríðarleg og skemmdust hús og bílar í nágrenninu.

Að sögn Salvador Neme, sem fer með öryggismál í borginni, segir að fimmtán bílar og tuttugu hús hafi orðið illa út úr sprengingunni í Ecatepec úthverfi, norður af höfuðborginni. Óttast er að mun fleiri hafi látist.

Gasflutningabíllinn var á leið frá borginni til Pachuca en ekki er vitað hvað gerðist nákvæmlega.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert