ESB afléttir vopnasölubanni á Sýrland

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í kvöld að aflétta vopnasölubanni sem gerir …
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í kvöld að aflétta vopnasölubanni sem gerir sýrlenskum uppreisnarmönnum auðveldara fyrir með að vopnbúast í baráttunni gegn stjórn Bashar al-Assad forseta. AFP

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ákváðu nú í kvöld að aflétta vopnasölubanni til sýrlenskra uppreisnarmanna samkvæmt tilkynningu frá William Hague utanríkisráðherra Bretlands seint í kvöld.

Tilkynningin barst eftir meira en 12 klukkustunda viðræður milli ráðherranna um málið, en þeir sitja nú á fundi í Brussel. Michael Spindelegger, utanríkisráðherra Austurríkis, hafði fyrr í kvöld sagt að það væri ekkert samkomulag, en Austurríkismenn, Svíar, Finnar og Tékkar voru tregir til í viðræðunum.

Hague sagði að Evrópusambandið myndi áfram viðhalda stærstum hluta af refsiaðgerðum gegn ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, en þær áttu að renna út á miðnætti næstkomandi föstudag.

Bretar hafa þrátt fyrir þetta engar fyrirætlanir um að senda gögn á næstunni til Sýrlands þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi að þeirra frumkvæði aflétta vopnasölubanni í hendur stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi í kvöld.

„Evrópusambandið samþykkti að hætta banni á sölu vopna til sýrlensku stjórnarandstöðunnar en einnig að viðhalda öllum öðrum refsiaðgerðum á Sýrland og Sýrlandsstjórn Bashar al-Assad,“ sagði Hague í kvöld.

„Þetta er niðurstaðan sem Bretland vildi,“ sagði hann og að ákvörðunin hafi verið erfið fyrir þau ríki sem hafi verið andsnúin ákvörðuninni þar sem þau hafi talið að afleiðingin yrði til þess fallin að herða átökin í landinu.

„Ég held hinsvegar að þetta sér rétt ákvörðun,“ sagði Hague og að þetta myndi styðja við pólitískar framfarir í Sýrlandi.

„Þó svo að við höfum engin áform nú um að senda vopn til Sýrlands gefur þetta okkur svigrúm til að bregðast við í framtíðinni ef ástandið í landinu heldur áfram að versna,“ sagði Hague.

Frétt mbl.is - Ekkert samkomulag um vopnasölubann

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands.
William Hague, utanríkisráðherra Bretlands. AFP
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. AFP
Utanríkisráðherrar Bretlands, Lúxemborgar og Austurríkis fyrr í kvöld í Brussel.
Utanríkisráðherrar Bretlands, Lúxemborgar og Austurríkis fyrr í kvöld í Brussel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert