Nýbura bjargað úr klósetti

Nýbura var bjargað úr skólpröri í íbúð í borginni Jinhua í Zhejiang héraði í Kína í gær, samkvæmt fréttum kínverskra fjölmiðla. Hafði barninu, sem var tveggja daga gamalt, verið sturtað niður um klósettið í íbúð fjölbýlishússins. Samkvæmt frétt hangzhou.com.cn tókst að bjarga barninu en foreldra barnsins er enn leitað. Sá sem sturtaði barninu niður verður væntanlega ákærður fyrir morð.

Íbúar í húsinu höfðu samband við slökkvilið borgarinnar í gær eftir að þeir heyrðu barnsgrát í pípum hússins. Í fyrstu tókst ekki að bjarga barninu en þegar slökkviliðsmennirnir náðu að saga pípuna í sundur náðist að bjarga því. Var barnið, 2,3 kg drengur, flutt á sjúkrahús með hraði. Tók það tæpan klukkutíma að ná pípunni í sundur. Drengurinn er með sár á andliti og útlimum og var hjartsláttur hans veikur. Hann er nú í öndunarvél og er ástand hans stöðugt að sögn lækna.

Fæðingardeild
Fæðingardeild AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert