Vilja tvö ríki en halda Jerúsalem

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Mikill meirihluti Ísraela er andsnúinn því að hluti Jersúsalem, höfuðborgar Ísraels, verði höfuðborg nýs ríkis Palestínumanna samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í dag.

Fram kemur í frétt AFP að 74% Ísraela séu andsnúnir þeirri hugmynd en 15% hlynnt henni. Innan við 10% Ísraela styðja ennfremur að stofnað verði palestínskt ríki innan þeirra landamæra sem til staðar fyrir sex daga stríðið árið 1967 en stríðið hófst á þessum degi þð ár. Í stríðinu lagði Ísrael undir sig austurhluta Jersúsalem, Vesturbakkann og Gazaströndina. Engu að síður segjast 67% aðspurðra styðja þá hugmynd að stofnað verði ríki Palestínumanna við hlið Ísraels í því skyni að binda enda á átökin við Palestínumenn en þriðjungur er því andvígur.

Skoðanakönnunin var gerð síðastliðinn mánudag af rannsóknarstofnuninni Rafi Smith Research og var úrtakið 500 Ísraelar. Vikmörkin eru 4,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert