Kjallari húss Fritzls fylltur steypu

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. AFP

Kjallari hússins þar sem Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og átti með henni sjö börn, hefur verið fylltur steypu.

Húsið stendur í bænum Amstetten og hófust framkvæmdir við húsið í dag. Þær munu taka um tvær vikur, að því er fram kemur í frétt BBC.

Haft er eftir bæjarfulltrúa í Amstetten að gripið hafi verið til þessara aðgerða til að enginn maður þyrfti nokkru sinni aftur að fara inn í kjallarann.

Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallara hússins. Hann er nú 78 ára og var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2009.

Hann var fundinn sekur um að drepa eitt barna sinna með vanrækslu, einnig fyrir nauðgun, sifjaspell og þrælahald.

Austurrísk stjórnvöld ákváðu árið 2011 að jafna hús Fritzl við jörðu.

Frétt mbl.is: Óhugnanlegt en ekkert einsdæmi

Heimili Fritzl fjölskyldunnar í Amstetten í Austurríki.
Heimili Fritzl fjölskyldunnar í Amstetten í Austurríki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert