Snowden ákærður fyrir njósnir

Edward Snowden.
Edward Snowden.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lagt fram ákæru gegn Edward Snowden, fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar, vegna njósna og beðið yfirvöld í Hong Kong að taka hann höndum samkvæmt frétt bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag.

Fram kemur í fréttinni að handtökuskipun hafi verið gefin út á grundvelli ákærunnar. Snowden sé ákærður fyrir njósnir, þjófnað og að hafa „misnotað opinberar eignir“. Hann upplýsti á dögunum um stórfellt eftirlit Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) með síma- og netnotkun fjölda Bandaríkjamanna.

Snowden fór til Hong Kong og veitti þar breska dagblaðinu Guardian viðtal þar sem hann upplýsti um eftirlit NSA. Fram kemur í frétt AFP að boltinn sé nú hjá yfirvöldum í Hong Kong. Beðið verði eftir viðbrögðum frá þeim við beiðni Bandaríkjastjórnar.

Þess má geta að framsalssamningur er í gildi á milli Bandaríkjanna og Hong Kong. Hins vegar liggur ekki fyrir hvar í Hong Kong Snowden er niðurkominn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert