Á ekki að fá að ferðast áfram

Edward Snowden.
Edward Snowden. AFP

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að uppljóstrarinn Edward Snowden eigi ekki að fá að ferðast áfram frá Rússlandi nema þá aðeins til Bandaríkjanna. Gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur honum og í þeim tilvikum sé vegabréf viðkomandi gert ógilt.

Í yfirlýsingunni segir að Snowden sé eftirlýstur fyrir alvarlega glæpi og þurfi að svara til saka fyrir þá.

Eins og komið hefur fram ferðaðist Snowden frá Hong Kong til Moskvu með farþegaflugi fyrr í dag. Erindrekar frá Ekvador tóku á móti honum á flugvellinum í Moskvu þar sem Snowden óskaði formlega eftir pólitísku hæli. Hann dvelur nú á hóteli við flugvöllinn og bíður þess að fljúga áfram til Ekvador á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert