Skyldaðir til að heimsækja aldraða ættingja

Kínverjar telja nýju lögin neyða börn til að heimsækja foreldra …
Kínverjar telja nýju lögin neyða börn til að heimsækja foreldra sína. STR

Lög tóku gildi í Kína í dag þar sem fólk er skyldað til að heimsækja ættingja sína sem komnir eru á gamals aldur. Lögin hafa verið gagnrýnd nokkuð og netverjar hæðst óspart að þeim.

Að sögn dagblaðsins Global Times þá neyða lögin börn til að heimsækja foreldra sína. Rúm 14% Kínverja, eða 194 milljónir, eru yfir sextugu og má rekja vaxandi hlutfall eldri borgara til bannsins við því að fólk í þéttbýli eignist fleiri en eitt barn en það tók gildi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar.

Hafa margir lýst yfir áhyggjum sínum af því að á mörgum heimilum sé að finna „tóm hreiður“, þar sem börnin hafi ráðið sig í vinnu í öðrum landshluta. Hafa fréttir af vanrækslu eða misnotkun á eldra fólki valdið mikilli hneykslan. Á síðasta ári vakti það mikla athygli þegar í ljós kom að bóndi nokkur lét 100 ára móður sína sofa í svínastíu.

Þótt netnotendur í Kína beri yfirleitt aðeins umhyggju fyrir eldra fólki, sem er afar virt í fjölskyldum þar í landi, eru margir afar gagnrýnir á þessi nýju lög og hafa látið óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. „Setur land það virkilega í lög að virða beri foreldra?“ segir í einni af átta milljónum athugasemda við fréttina á örblogginu Sina Weibo. „Þetta er einfaldlega móðgun við þjóðina.“

Annar sagði: „Ríkisstjórnin notar löggjöf til að vernda þá eldri, en í raun og veru er þetta aðeins til þess að færa sökina yfir á börnin. Ríkisstjórnin hefði átt að hugsa út í hvernig hún ætlaði að leysa þetta vandamál þegar hún bannaði fólki að eignast fleiri en eitt barn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert