Bretar vilja þjóðaratkvæði um ESB

mbl.is/Hjörtur

Sex af hverjum tíu Bretum vilja að þjóðaratkvæði fari fram um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 5.

Fram kemur á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar að 61% Breta vilji þjóðaratkvæði um veruna í Evrópusambandinu en 20% eru því andvíg.

Breska þingið samþykkti fyrir helgi lög um að slíkt þjóðaratkvæði fari fram árið 2017 í samræmi við loforð Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, fyrr á þessu ári. Það er þó háð því að breski Íhaldsflokkurinn sem Cameron fer fyrir verði einir í ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar sem fram fara í síðasta lagi 2015.

Samkvæmt skoðanakönnuninni vilja 36% Breta að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu en 46% vilja það hins vegar ekki.

Frétt Channel 5

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert