Tveir lést í árás hnífamanns í Svíþjóð

Ódæðismaðurinn lést af sárum sínum.
Ódæðismaðurinn lést af sárum sínum. Skáskot af vef Aftonbladet

Maður sem gekk berserksgang í bænum Varberg í Svíþjóð í dag myrti eina manneskjur með hnífi og a.m.k. þrír aðrir eru sárir.

Lögreglan fékk tilkynningu kl. rúmlega 10 í morgun um að maður hefði stungið karlmann með hnífi og að viðkomandi lægi úti á götu í bænum. Þegar lögregla kom á staðinn fann hún fleiri sem höfðu orðið fyrir árás hnífamannsins.

Ódæðismaðurinn var fljótlega umkringdur. Vitni segja að lögreglan hafi skipað honum að sleppa hnífnum en hann hafi ekki sinnt því. Lögreglumenn úr sérsveit lögreglunnar skutu á manninn og lést hann síðar af sárum sínum.

Maðurinn myrti konu um áttrætt. Einn maður er með alvarleg sár á hálsi, en hinir eru sagðir með minniháttar áverka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert