George Zimmerman sýknaður

George Zimmerman (t.h.)
George Zimmerman (t.h.) AFP

Kviðdómur í Flórídaríki í Bandaríkjunum sýknaði í gær George Zimmerman af ákæru um að hafa myrt hinn 17 ára Trayvon Martin, en Martin var svartur. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum.

Málið vakti miklar tilfinningar hjá þeim sem töldu að Zimmerman hefði dæmt Martin út frá kynþætti hans. 

Zimmerman, sem var sjálfboðaliði í nágrannavörslu, var sakaður um að hafa elt Martin gegnum lokað hverfi í Sanford í Flórída og skotið hann að kvöldi 26. febrúar í fyrra.

Verjandi Zimmermans segir að hann hafi skotið Martin í sjálfsvörn eftir að Martin hafði hann undir í götunni og barði höfði Zimmermans við malbikið. 

Stuðningsmenn Martin voru óánægðir með dóminn
Stuðningsmenn Martin voru óánægðir með dóminn AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert