Myrti konuna með brúðkaupsgjöfinni

Hnífur.
Hnífur. Wikipedia/Carter Cutlery

Maður sem stakk eiginkonu sína til dauða, vígbúinn eldhúshnífum sem þau fengu í brúðkaupsgjöf, hefur verið fundinn sekur um morð. Áður er maðurinn lét til skarar skríða, birti hann fjölda mynda á Facebooksíðu sinni en þær sýndu hjónin stunda kynlíf. Þetta gerði maðurinn eftir að hann komst að því að eiginkona hans hafði verið honum ótrú.

Konan hlaut sár á höfði, enni, kjálkum, hálsi, baki og kvið og lést hún af sárum sínum. Maðurinn á yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm vegna morðsins.

Sky-fréttastofan greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert