Flykkjast til Flórens að læra skósmíði

Skósmíði er deyjandi list, að flestra mati. En í Flórens á Ítalíu lifir hún góðu lífi þar sem fólk flykkist á námskeið til að læra iðnina. Og fæstir þeirra Ítalir. 

„Ég hef alltaf viljað læra að búa til skó og hugsaði með mér hvar væri betra að læra skósmíði en einmitt á Ítalíu,“ segir Bukola Asafa, skósmíðanemandi frá Nígeríu. „Þannig að ég kom hingað og hef lært gríðarlega mikið. Ég hlakka til að snúa aftur heim og nýta mér alla þá þekkingu.“

Skósmiðurinn Angelo Imperatrice er á meðal þeirra sem kennir skósmíði. „Iðnin er í sjálfu sér dauð vegna allra utanaðkomandi þátta, s.s. gerð reikninga. Ég þekki skósmiði sem kunnu ekki að lesa eða skrifa og gáfust upp á allri pappírsvinnunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert