Minniháttar fíkniefnabrot ekki lengur refsiverð

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur kynnt fyrirhugaðar breytingar á refsilöggjöfinni þar sem meðal annars verður hætt að beita refsingum í ákveðnum eiturlyfjamálum.

Má þar nefna ef viðkomandi er tekinn með fíkniefni eða undir áhrifum fíkniefna án þess að hafa skaðað aðra eða hótað öðrum. Eins ef viðkomandi tengist ekki glæpahringjum, þá getur hann sloppið við refsingu, að sögn dómsmálaráðherra landsins, Eric Holder.

Þrátt fyrir að glæpatíðni hafi dregist verulega saman í Bandaríkjunum eru fá lönd í heiminum sem eru með hærra hlutfall fanga. Eru breytingarnar liður í því að fækka föngum en líkt og víðar í heiminum eru fangelsi í Bandaríkjunum yfirfull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert