Færeyingar í hart gegn ESB

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Færeysk stjórnvöld ætla að láta hart mæta hörðu í deilu sinni við Evrópusambandið um síldarkvóta. Þau hafa ákveðið að kæra viðskiptaþvinganir ESB gagnvart útflutningi Færeyinga á sjávarafurðum til gerðardóms á grundvelli Alþjóðahafréttarsáttmálans.

Með þessu getur ESB ekki gripið til refsiaðgerða, sem sjávarútvegsnefnd sambandsins samþykkti 31. júlí sl, á meðan málið er til afgreiðslu hjá dómstólnum.  Þetta kemur fram á vef færeyska ríkisútvarpsins. 

Þar segir að stjórnvöld hafi ráðið lögmann til að fara með málið fyrir hönd Færeyja og er undirbúningsvinnan nú á lokastigi. 

ESB samþykkti að beita Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna einhliða kvótaúthlutunar þeirra í norsk-íslensk síldarstofninum. 

    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert