Heimurinn verður að bregðast við

Heimurinn verður að bregðast við og stöðva ofbeldið í Sýrlandi, segir François Hollande Frakklandsforseti en hann styður hernaðaríhlutun vesturveldanna í kjölfar efnavopnaárásar í úthverfi höfuðborgar Sýrlands, Damaskus, í síðustu viku.

Þetta kom fram í máli Hollande eftir fund með Ahmad al-Jarba, leiðtoga Þjóðarbandalagsins, helsta stjórnarandstöðuflokknum í Sýrlandi.

Að sögn Hollande verður að leita allra leiða til að komast að pólitískri lausn en það gerist ekki nema stjórnarandstaðan í Sýrlandi geti og vilji með stuðningi alþjóðasamfélagsins stöðvað átökin sem stigmagnist dag frá degi.

Hollande segir að Frakkar muni styðja fullkomlega við bakið á stjórnarandstöðunni í Sýrlandi, hvort sem það sé pólitískur stuðningur eða mannúðaraðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert