Fyrsti bænaturninn í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. www.kk.dk

Í dag fá Danir sinn fyrsta bænaturn en verið er að reisa 20 metra háan bænaturn við mosku við Rovsingsgade á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Moskan er fyrsta stóra moskan sem reist er í Danmörku.

Bænaturnar eru turnar þar sem kallarar hrópa fimm sinnum á dag til að boða menn til bæna. Nú á dögum eru notaðir hátalarar til hjálpar við þetta. Hins vegar verður ekki um slíkt bænakall að ræða í turninum í Kaupmannahöfn, að sögn Mohamed Al Maimouni, sem situr í ráði danskra múslíma í samtali við Politiken.dk.

Ekkert bænakall og hönnun í samræmi við nánasta umhverfi

Að hans sögn hefur ekki verið óskað eftir slíkri heimild og verður ekki gert enda sé óþarft að kalla múslíma til bæna. Múslímar eigi að laga sig að þeim stöðum sem þeir biðji bænir og það sé ekki í samræmi við viðteknar venjur að vera með bænakall í Kaupmannahöfn. Slíkt gæti verið túlkað sem móðgun við fólk í nágrenninu.

Af sömu ástæðu er moskan og bænaturninn ekki í áberandi litum og hönnunin tekur mið af umhverfinu svo byggingin falli vel að umhverfinu. Að sögn Mohamed Al Maimouni er byggt á skandinavískum og íslömskum hefðum við hönnunina.

Frétt Politiken.dk og mynd af bænaturninum.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
R108 Rúmgóð, falleg 3 herb. m.húsgögnum
Rúmgóð og falleg 3 herbergja íbúð í Stóragerði til leigu frá janúar 2018. Leigis...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...