Fyrsti bænaturninn í Danmörku

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. www.kk.dk

Í dag fá Danir sinn fyrsta bænaturn en verið er að reisa 20 metra háan bænaturn við mosku við Rovsingsgade á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Moskan er fyrsta stóra moskan sem reist er í Danmörku.

Bænaturnar eru turnar þar sem kallarar hrópa fimm sinnum á dag til að boða menn til bæna. Nú á dögum eru notaðir hátalarar til hjálpar við þetta. Hins vegar verður ekki um slíkt bænakall að ræða í turninum í Kaupmannahöfn, að sögn Mohamed Al Maimouni, sem situr í ráði danskra múslíma í samtali við Politiken.dk.

Ekkert bænakall og hönnun í samræmi við nánasta umhverfi

Að hans sögn hefur ekki verið óskað eftir slíkri heimild og verður ekki gert enda sé óþarft að kalla múslíma til bæna. Múslímar eigi að laga sig að þeim stöðum sem þeir biðji bænir og það sé ekki í samræmi við viðteknar venjur að vera með bænakall í Kaupmannahöfn. Slíkt gæti verið túlkað sem móðgun við fólk í nágrenninu.

Af sömu ástæðu er moskan og bænaturninn ekki í áberandi litum og hönnunin tekur mið af umhverfinu svo byggingin falli vel að umhverfinu. Að sögn Mohamed Al Maimouni er byggt á skandinavískum og íslömskum hefðum við hönnunina.

Frétt Politiken.dk og mynd af bænaturninum.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
flott kommóða rótar spónn simi 869-2798
er með flotta kommóðu spónlagpa og innlagða á 25,000 sími 869-2798 hæð 85x48x11...
Subau Outback Lux Plus diesel 2016 til sölu
Subaru Outback Lux Plus diesel, 4x4 sjálfskiptur, ekinn 45 þús. með öllu sem hæ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...