107 ára skotinn af lögreglu

AFP

Karlmaður, sem lögregla segir að hafi verið 107 ára, lést í skotbardaga við lögreglu í gærkvöldi í smábænum Pine Bluff í ríki í Bandaríkjunum.

Í frétt á vef CNN kemur fram að lögreglan hafi verið kölluð að hjúkrunarheimili bæjarins eftir að tilkynnt var um að maðurinn,  Monroe Isadore, hefði ráðist á tvær manneskjur á hjúkrunarheimilinu. Þegar lögregla kom á staðinn hafði Isadore falið sig inni í herbergi og skaut í gegnum hurðina þegar lögregla kom inn í húsið. Ekki tókst honum að hæfa lögreglumennina sem komu fyrst á staðinn. Þeir komu sér í skjól og kölluðu sérsveitina (SWAT) út. Sérsveitin náði að mynda manninn og sást að hann var vopnaður skammbyssu. Reynt var að semja við manninn án árangurs og var gasi kastað inn um glugga herbergisins. Hóf maðurinn þá skothríð og braust lögreglan inn. Ekkert lát var á skothríðinni frá gamla manninum og svaraði lögregla og skaut gamla manninn til bana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert