Mikil öryggisgæsla vegna keppninnar

Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Ungfrú heimur …
Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Ungfrú heimur 2013 Mynd/Monitor

„Öryggisgæslan hérna í Bali er í toppmálum. Keppendurnir eru annars minna að velta þessum málum fyrir sér núna eftir að hætt var við að halda keppnina í Jakarta,“ segir Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, 22 ára laganemi við Háskóla Íslands sem er fulltrúi Íslands í Ungfrú Heimur 2013, en keppnin fer fram þessa daganna á Bali í Indónesíu. 

Sendiráð Indónesíu hafa varað þegna sína sem staddir eru í landinu við mögulegri árás á keppnina Ungfrú heim sem haldin er á Balí, en íslamskir öfgamenn hafa mótmælt keppninni. Sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu eru meðal þeirra sem gefið hafa út viðvaranir.

Upprunalega átti keppnin að fara fram í höfuðborg Indónesíu, Jakarta, en stjórnvöld þar í landi ákváðu að færa keppnina til eyjunnar Balí eftir mikil mótmæli íslamstrúarmanna í landinu. Í höfuðborg Jakarta eru um 85% íbúa íslamstrúar, en á Balí eru um 85% íbúa hindúar. „Þrátt fyrir að keppnin hafi verið færð þá er ennþá mikil öryggisgæsla,“ bætir Sigríður við. 

Frétt mbl.is: Vara við árás á Ungfrú heim

Keppendur í Ungfrú heimur á Balí í Indónesíu
Keppendur í Ungfrú heimur á Balí í Indónesíu Mynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka