F-35 uppfull af göllum - Kostar í kringum 1.726 Hörpur

F-35 orrustuþota.
F-35 orrustuþota. Wikipedia

Stofnun sem hefur eftirlit með bandaríska hernum segir að illa hafi verið staðið að gerð nýjustu orrustuflugvélar flugflota Bandaríkjahers, F-35. Þetta kunni að hafa áhrif á áreiðanleika hennar, frammistöðu og kostnað.

Eftirlitsstofnunin benti á 363 vandamál við hönnun og framleiðslu vélarinnar, en henni er ætlað að vera meginuppistaðan í framtíðarflugflota hersins. Þetta vekur upp spurningar um ágæti þess að ráðast í hönnun vélarinnar og þann gríðarmikla kostnað sem henni hefur fylgt.

Heildarkostnaður við hönnun og smíði vélarinnar nemur nú 395,7 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem samsvarar 47.464.215.000.000 krónum; 47,4 þúsund milljörðum króna á gengi dagsins.

Þessum kostnaði verður þó dreift niður á fjöldamörg eintök vélarinnar, svo ekki er um stykkjaverð að ræða, heldur heildarverð verkefnisins. Gert er ráð fyrir að um 3.100 vélar verði framleiddar.

Til samanburðar má nefna að tónlistarhúsið Harpa kostaði samkvæmt opinberum gögnum um 27,5 milljarða króna. Hönnun orrustuþotunnar hefur því kostað það sem samsvarar því að byggja um 1.726 Hörpur.

Ef þessum Hörpum væri dreift jafnt á Þjóðveg 1 væru rúmlega 770 metrar á milli Harpnanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
Pennar
...
Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...