Skotið vegna ofsaaksturs konu með barn

Skothríðin í miðborg Washington í Bandaríkjunum í kvöld kom í kjölfar eftirfarar lögreglu og konu sem keyrði á ofsahraða á vegatálma við Hvíta húsið og í átt að þinghúsinu. Konan var með barn í bílnum. Ekki er vitað hvað henni gekk til.

Viðbúnaður var mikill og lokaði lögreglan svæðinu í kringum þinghúsið um tíma í kjölfar atviksins og var starfsmönnum þingsins, blaðamönnum, ferðamönnum og öðrum vegfarendum fyrirskipað að halda sig innandyra fjarri gluggum.

Fram kemur á vef Washington Post að upplýsingar hafi ekki fengist um hver konan er eða ástand hennar. Barnið í bílnum mun hafa verið flutt á sjúkrahús vegna meiðsla sem þó eru ekki sögð lífshættuleg. Þá slasaðist einn lögreglumaður vegna áreksturs í eftirförinni.

Skothríðin var öll af hálfu lögreglu, að sögn Washington Post, og er ekki vitað til þess að konan hafi verið vopnuð. Um einstakt atvik er talið vera að ræða sem ekki tengist hryðjuverkum eða skipulagðri árás á nokkurn hátt.

Hleypt af byssu við þinghúsið

Lögreglan rannsakar bílinn sem konan ók á vegatálma við Hvíta …
Lögreglan rannsakar bílinn sem konan ók á vegatálma við Hvíta húsið og síðan á ofsahraða í átt að þinghúsinu. AFP
Konan var flutt burt á sjúkrabörum eftir að lögreglan stöðvaði …
Konan var flutt burt á sjúkrabörum eftir að lögreglan stöðvaði för hennar að þinghúsinu. AFP
Öryggisvörður í viðbragðsstöðu við Hvíta húsið í dag.
Öryggisvörður í viðbragðsstöðu við Hvíta húsið í dag. AFP
Mikill viðbúnaður var við þinghúsið í Washington.
Mikill viðbúnaður var við þinghúsið í Washington. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert