Mótmæltu berbrjósta á þingi

AFP

Þrjár konur í femínistasamtökunum Femen mótmæltu berbrjósta á þingpöllum á spænska þinginu í morgun. Mótmæltu þær frumvarpi til laga þar sem lagt er til að lög varðandi fóstureyðingar verði hert.

Konurnar klæddu sig úr að ofan þegar dómsmálaráðherrann, Alberto Ruiz Gallardon, tók til máls og hrópuðu slagorð að honum. Hann er flutningsmaður frumvarpsins.

Konurnar voru dregnar af pöllunum af viðstöddum en einhverjir stjórnarandstæðingar á þingi klöppuðu þeim lof í lófa.

Ríkisstjórn Mariano Rajoys hefur boðað breytingar á lögum um fóstureyðingar en lögin voru sett í tíð fyrri ríkisstjórnar árið 2010. Samkvæmt lögunum má eyða fóstri að fjórtándu viku og að 22 viku ef fóstrið er vanskapað.

Apf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert