Má snúa aftur án fjölskyldunnar

Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti í dag að fimmtán ára stúlka sem nýlega var vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni, mætti snúa aftur til landsins svo hún geti lokið námi sínu. Þetta gildir þó aðeins um hana, ekki aðra fjölskyldumeðlimi. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Leonarda Dibrani, sem tilheyrir róma-fólkinu, var vísað úr landi ásamt foreldrum sínum og systkinum fyrr í þessum mánuði, en þau höfðu sóst eftir hæli í Frakkalandi. Franskir menntaskólanemar mómæltu brottvísun stúlkunnar harðlega síðustu daga.

Mun ekki snúa aftur án fjölskyldunnar

Brottvísun stúlkunnar var lögleg, en í skýrslu sem birt var í dag, var mælst til þess að ákvarðanir sem þessar yrðu í framtíðinni teknar utan skólatíma, en stúlkan var handtekin þegar hún var á skólaferðalagi. Fjölskyldan hafði óskað eftir hæli en varð ekki að ósk sinni. Þegar flytja átti fjölskylduna úr landi var stúlkan hjá vinkonu sinni og þess vegna hafði lögregla upp á henni í skólaferðalaginu.  

Hollandi sagði í samtali við fjölmiðla í Frakklandi í dag að hún mætti koma aftur til landsins ef hún myndi sækjast eftir því. Stúlkan hefur þegar sagt að hún muni ekki snúa aftur til Frakklands án fjölskyldu sinnar. „Ég vil ekki yfirgefa fjölskyldu mína. Ég er ekki sú eina sem gekk í skóla, það gerðu bræður mínir og systur einnig,“ hafði AFP-fréttaveitan eftir henni.

Faðirinn sendi þau út að betla

Faðir stúlkunnar viðurkenndi í vikunni að hann hefði sagt ósatt um uppruna barna sinna í von um að fá frekar í landinu. Sagði hann að þau væru öll frá Kosovo en í raun er hann sá eini sem fæddist þar. Börnin eru öll fædd á Ítalíu.

Bæjarstjóri í ítalska bænum Fano, þar sem fjölskyldan bjó í nokkur ár, sagði að fjölskyldan hefði yfirgefið bæinn eftir að yfirvöld hótuðu að taka börnin af foreldrunum. „Börnin mættu næstum aldrei í skólann, þrátt fyrir að vera skráð í hann. Faðir þeirra sendi þau út að belta. Þau lifðu á götunni,“ sagði hann í samtali við AFP- fréttastofuna. „Við sögðum honum að hann gæti ekki haldið áfram að búa hérna án þess að borga fyrir neitt.“

Frétt mbl.is: Sagði ósatt um uppruna stúlkunnar.

Leonarda Dibrani.
Leonarda Dibrani. AFP
Leonarda Dibrani.
Leonarda Dibrani. AFP
Leonarda Dibrani býr sig undir brottför.
Leonarda Dibrani býr sig undir brottför. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...