Stundum of langt gengið

John Kerry
John Kerry AFP

Eftirlit bandarískra stjórnvalda hefur í einhverjum tilvikum gengið of langt, segir John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Kerry réttlætir eftirlitið með vísun í hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001 sem og árásir á Lundúnir, Madríd og fleiri staði.

Bandaríkin og önnur ríki hafi þurft að standa saman í baráttunni gegn öfgahópum sem hafa það að markmiði að drepa fólk meðal annars í sprengjutilræðum.

Að sögn Kerry hefur Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og leyniþjónustan komið í veg fyrir árásir með því að fylgjast með samskiptum. En hann viðurkennir, án þess að nefna einstök dæmi, að stundum hafi verið of langt gengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert