Meintur byssumaður handtekinn

Hér sést mynd sem var birt úr eftirlitsmyndavélakerfi af meintum …
Hér sést mynd sem var birt úr eftirlitsmyndavélakerfi af meintum byssumanni. AFP

Lögreglan í Frakklandi hefur handtekið karlmann sem er grunaður um að hafa staðið á bak við byssuárásir í París, höfuðborg Frakklands. Embætti saksóknara hefur greint frá þessu.

Myndir úr eftirlitsmyndavélakerfi sem eru sagðar sýna meintan byssumann hafa verið birtar opinberlega. Saksóknari segir að maðurinn sem sé í haldi sé afar líkur manninum í útlititi sem sést í myndskeiðunum. 

Hann var handtekinn kl. 18 að íslenskum tíma í kvöld. Hann var staddur í bifreið í bílakjallara í Bois-Colombes, sem er vestur af París. Þetta kemur fram á vef BBC.

Byssumaðurinn hótaði að gera árás á sjónvarpsstöð í borginni sl. föstudag. Á mánudag gekk hann inn á skrifstofur dagblaðs og hóf þar skothríð. Þar skaut hann og særði 27 ára gamlan ljósmyndara. Sama dag skaut hann á höfuðstöðvar banka í borginni. Han

Saksóknari segir að maðurinn hafi ekki verið í ástandi til að vera yfirheyrður. Ekki gaf hann nánari skýringar á því og þá hefur ekki verið gefið upp hver maðurinn sé og ástæðun á bak við árásunum. 

Mörg hundruð lögreglumenn tóku þátt í umfangsmikilli lögregluaðgerð sem hófst á mánudag. Víða var öryggi hert hjá öllum fjölmiðlum borgarinnar. 

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hófust í kjölfar árásanna á mánudag.
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hófust í kjölfar árásanna á mánudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert