Dómstóll fer fram á að Grænfriðungum verði sleppt

Hafréttardómstóll Sameinuðu þjóðanna, sem hefur aðsetur í Hamborg í Þýskalandi, hefur fyrirskipað rússneskum stjórnvöldum að sleppa úr haldi Grænfriðunum og skipi þeirra, en hópurinn var tekinn höndum í kjölfar mótmæla gegn olíuborun á norðurheimskautinu.

Dómstóllinn sagði ennfremur, að leggja ætti 3,6 milljóna evra lausnargjald.

Rússnesk stjórnvöld sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfarið, en þau segja að dómstóllinn hafi enga lögsögu í þessu máli. 

Skip Grænfriðunga, The Arctic Sunrise, var stöðvað og áhöfnin, samtals 30 manns, var handtekin í september sl. Búið er að sleppa öllum nema einum manni gegn greiðslu tryggingargjalds.

Skipið sigldi undir hollenskum fána þegar það var stöðvað og leit var framkvæmd í því. 

Hollensk yfirvöld, sem höfðuðu málið, færðu rök fyrir því að Rússar hefðu brotið alþjóðlög með því að virða ekki frelsi manna til siglinga. 

Grænfriðungarnir stóðu fyrir mótmælum gegn olíuborun á norðurheimskautinu, en hún fór fram á rússneskum borpalli. 

Upphaflega var hópurinn ákærður fyrir sjórán. Ákærunni var síðar breytt í spellvirki. 

Rússar halda því fram að þeim hafi verið heimilað að handtaka fólkið því það hafi verið að brjóta rússnesk lög.

Skip Grænfriðunga, Arctic Sunrise, sést hér við bryggju í höfninni …
Skip Grænfriðunga, Arctic Sunrise, sést hér við bryggju í höfninni í Múrmansk í Rússlandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka