Flæktust saman og hröpuðu

Tveir fallhlífastökkvarar létu lífið.
Tveir fallhlífastökkvarar létu lífið. AFP

Tveir fallhlífastökkvarar rákust saman og létu lífið þegar þeir skullu niður á jörðina eftir að hafa hrapað niður þegar fallhlífarnar virkuðu ekki. Slysið átti sér stað í Arizona í Bandaríkjunum þegar fólkið átti tæpa 100 metra eftir niður að jörðinni.

Annar fallhlífastökkvaranna lést á vettvangi og hinn var úrskurðaður látinn á spítala skömmu síðar. Talið er að fólkið sé ekki frá Bandaríkjunum.

200 fallhlífastökkvarar stukku á sama tíma og gerðu tilraun til að krækja saman höndum í loftinu. Fólkið sem lést hafði áralanga reynslu af fallhlífastökki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert