Mynda nýja ríkisstjórn í Tékklandi

Frá Prag, höfuðborg Tékklands.
Frá Prag, höfuðborg Tékklands. Ljósmynd/che

Samkomulag náðist í gær um myndun nýrrar samsteypustjórnar í Tékklandi, þ.e. Jafnaðarmannaflokksins, miðjuflokksins ANO og Kristilegra demókrata.

Fram kemur á fréttavefnum Euractiv.com að Bohuslav Sobotka, leiðtogi jafnaðarmanna, verði líklega næsti forsætisráðherra landsins. Haft er eftir honum að flokkarnir þrír ætli að upplýsa síðar í vikunni um innihald nýs stjórnarsáttmála.

Þingkosningar fóru fram í landinu í síðasta mánuði. Fram kemur í fréttinni að jafnaðarmenn hafa ekki verið í ríkisstjórn síðan árið 2006 en ANO var stofnaður fyrir tveimur árum af milljarðamæringnum Andrej Babis.

Stjórnin verður miðju-vinstristjórn en búist er við að skattar verði ekki hækkaðir í ljósi andstöðu ANO við það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert