Njósnir NSA úrskurðaðar löglegar

Merki þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA
Merki þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA Wikipedia Commons

Dómstóll í New York-ríki í Bandaríkjunum hefur úrskurðað upplýsingasöfnun NSA löglega. Söfnunin nær til næstum allra símtala í landinu. Dómarinn sagði að upplýsingasöfnunin, sem framkvæmd er með lagastoð í 215. grein „patriot act,“ sem eru lög sem sett voru í landinu í kjölfar árásanna á tvíburaturnana 11. september árið 2001, væri lögleg. 

Úrskurður þessi gengur í berhögg við annan úrskurð sem féll fyrir tíu dögum. Þar komst dómari í Washington að þeirri niðurstöðu að gagnasöfnun NSA væri ólögmæt og lýsti hann henni enn fremur sem „orwellian“.

Talið er líklegt að spurningin um lögmæti upplýsingasöfnunarinnar muni enda fyrir Hæstarétti landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert