Vísað úr landi ef þeir segja ósatt

Frá Ósló.
Frá Ósló. www.norden.org

Framvegis verður hælisleitendum, sem koma til Noregs og segjast ekki hafa sótt um hæli í öðru landi sem á aðild að Dyflinar-samkomulaginu þegar sú er í reynd raunin, vísað úr landi. Þetta er meðal þess sem gert verður í því skyni að herða löggjöf landsins í innflytjendamálum samkvæmt frétt norska dagblaðsins Aftenposten.

Haft er eftir dómsmálaráðherra Noregs, Anders Anundsen, að miklu skipti að sem minnstur tími fari í að afgreiða hælisumsóknir sem ekki eigi rétt á sér. Með nýjum gagnabönkum sé auðveldara en áður að kanna hvort tekin hafi verið fingraför af hælisleitendum í einhverju af þeim 29 Evrópuríkjum sem aðild eiga að Dyflinar-samkomulaginu en samkvæmt því skal aðeins fjallað um hælisumsóknir í einu ríkjunum.

„Við þurfum að geta afgreitt umsóknir hraðar þannig að hægt sé að vísa þeim fljótt frá sem ekki eiga rétt á að vera hér,“ segir Anundsen sem kemur úr norska Framfaraflokknum sem myndar núverandi ríkisstjórn Noregs ásamt Hægriflokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert