Lögðu hald á hvalakjöt í Berlín

Mynd af sölubásunum á Grænu vikunni í Berlín þar sem …
Mynd af sölubásunum á Grænu vikunni í Berlín þar sem boðið var upp á norskt hrefnukjöt. Ljósmynd/WDC

Þýsk tollayfirvöld lögðu í dag hald á þrjú kíló af hrefnukjöti sem bjóða átti til sölu á Grænu vikunni, einni stærstu matvæla- og landbúnaðarsýningu heimsins, sem fram fer þessa daganna í Berlín. Það voru umhverfisverndarsamtökin WDC sem bentu þýskum yfirvöldum á að hvalakjöt væri þar til sölu.

Boðið var upp á skammt af hrefnukjöti með bláberjasultu fyrir tvær evrur á sýningunni. Í þýskum fjölmiðlum segir að kjötið komi frá Noregi og að innflutningur og sala á hvalaafurðum sé með öllu bönnuð í landinu.

„Þetta undirstrikar að herða verður viðurlög,“ segir Astrid Fuchs, talsmaður WDC. „Þarna hafa Norðmenn augljóslega gert sig seka um að brjóta lög, ekki aðeins með innflutningi hvalaafurða en einnig með að bjóða þær til sölu grandalausum kaupendum. Þeir sem keyptu kjötið á hátíðinni hafa þannig einnig gerst sektir um lögbrot.“

Hann segir jafnframt að þetta sé enn eitt dæmið um að hvalveiðimenn og útgerðir séu í örvæntingu að reyna komast inn á nýja markaði til að styrkja deyjandi iðnað. Bendir hann á að WDC hafi nýverið komið upp um Hvalabjór á Íslandi sem hafi leitt til þess að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt bann við sölu hans.

Frétt mbl.is: „Ég helli bjórnum ekki“

Frétt mbl.is: Ætlar áfram að koma hvalbjór á markað

Frétt mbl.is: Hvalabjór settur á markað fyrir þorrann

Frétt mbl.is: Hvalabjór vekur athygli

Frétt mbl.is: Hvalabjór reitir útlendinga til reiði

Frétt mbl.is: Banna framleiðslu hvalabjórs

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert