Fær ættleidda dóttur sína aftur

Frá Ítalíu.
Frá Ítalíu. AFP

Dómarar á Ítalíu komumst í dag að þeirri niðurstöðu að ættleidd dóttir nunnu, sem nauðgað var af presti, ætti að fá snúa aftur til móður sinnar.

Nunnan gaf dóttur sína til ættleiðingar stuttu eftir að hún kom í heiminn árið 2011, en hún vildi vera áfram innan veggja klaustursins. Beiðni hennar um það var aftur á móti hafnað og því vildi hún fá barnið sitt aftur.

Konan, sem er 44 ára, gerðist nunna árið 1996. Hún sagði að sér hefði verið nauðgað af presti  á Ítalíu árið 2010. Hún gaf aldrei upp nafn hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert