Býr með þremur eiginkonum

Niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna varðandi hvort fjölkvæni sé löglegt takmarkar verulega möguleika stjórnvalda í Utah að banna slíka fjölskyldugerð.

Fjölkvæni tíðkast fyrst og fremst meðal bókstafstrúarmanna sem kenna sig við mormóna. Þegar mormónar komu fram um miðja 19. öld var það opinber trúarsetning þeirra að Guð vildi að þeir stunduðu fjölkvæni. Mormónakirkjan, kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, bannaði hins vegar fjölkvæni þegar árið 1890. Ekki sættu sig allir mormónar við þá ákvörðun og klufu sig út úr söfnuðinum. Fjölkvæni meðal þeirra hefur aldrei verið upprætt þó að mormónakirkjan og stjórnvöld í Utah hafi reynt að þrengja að þessari fjölskyldugerð.

Fjölskylda Joe Darger er fjölmenn, en á heimilinu búa 25 börn sem Joe á með þremur konum. Þær segjast ánægðar með sambúðina.

Ekki eru hins vegar allir sannfærðir um að fjölkvæni sé æskileg. Mörg dæmi séu um að konur standi höllum fæti í slíkum samböndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert