Miklar vetrarhörkur vestanhafs

Enn einn kafaldsbylurinn sem hefur gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna í vetur stefnir nú norður. Talið er að yfir 20 hafi látist í vetrarhörkunum. 

Fram kemur á vef BBC, að læknar reyni nú að bjarga ungbarni sem var enn í móðurkviði þegar móðirin, sem var 36 ára gömul, varð fyrir snjóruðningstæki og lést í New York í gær.

Þá ákvað lögreglustjóri í Georgíu að aflýsa öllum fyrirhuguðum hátíðarhöldum í tengslum við Valentínusardaginn vegna óveðurs. 

Til marks um vetrarhörkurnar þá eru vötnin miklu í miðvesturríkjum Bandaríkjanna ísi lögð, en þetta er í fyrsta sinn í tvo áratugi sem það gerist.

Þá voru yfir 440.000 heimili enn án rafmagns í morgun að bandarískum tíma. Flestir eru án rafmagns í Georgíu og Suður-Karólínu. Rúm milljón var án rafmagns í fyrradag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert