Ofbeldið óásættanlegt

Eldar hafa logað á Frelsistorginu í Kænugarði í Úkraínu klukkustundum saman. Lögreglan hefur sagt mótmælendum stríð á hendur og tæplega þrjátíu manns hafa fallið. Bandarísk stjórnvöld hvetja forseta Úkraínu til að hefja aftur viðræður um aukið samstarf landsins við Evrópusambandið.

Í þrjá mánuði hafa mótmælendur safnast saman á torginu. Lögreglan hefur ýmist sótt fram eða hörfað. 

Breski utanríkisráðherrann, William Hague, segir að stjórnvöld í Úkraínu verði að axla ábyrgð. „Ofbeldi gagnvart friðsömum mótmælendum er óásættanlegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka