45 ár frá fyrsta flugi Concorde

Hugsanlegt er að hin goðsagnakennda Concorde-flugvél hefji sig til flugs á nýjan leik 45 árum eftir jómfrúarflugið, sem fór fram 2. mars 1969. Franskir og japanskir iðnjöfrar vinna nú hörðum höndum að því að hanna nýja útgáfu af hinni hraðfleygu farþegaflugvél sem vann kapphlaupið í háloftunum.

Þotan þótti algjört tækniundur, jafnvel álitin á meðal mestu tækniafrekanna á öldinni sem leið en hún var fyrsta og eina hljóðfráa þotan í heiminum. Þotan var sú glæsilegasta á flugvöllum þar sem hún millilenti og alls staðar stoppaði fólk til að horfa út um gluggann til að kíkja á þessa tignarlegu þotu og öfunduðu farþegana sem voru að fara fljúga yfir Atlantshafið.

Þotan var vettvangur ríka og fræga fólksins sem nýtti sér hraðan yfir hafið til Bandaríkjanna. Þá voru viðskiptajöfrar og jakkafataklæddir karlmenn í miklum meirihluta enda ekkert internet á þessum tíma og símafundir ekki jafn einfaldir.

British Airways og Air France voru einu flugfélögin sem notuðu Concorde í sínum flugum.

Ástæða þess að Concorde þotunni var lagt var fyrst og fremst erfiður rekstrargrundvöllur. Rekstur Concorde skilaði aldrei hagnaði vegna mikils eldsneytiskostnaðar og var reksturinn sérstaklega erfiður eftir flugslysið í París. Samdráttur í farþegaflugi eftir ellefta september hafði einnig mikil áhrif.

Þann 25. júlí 2000 fórst Concorde-flugvél skömmu eftir flugtak frá Charles de Gaulle-flugvellinum. Var það eina flugslys Concorde. Um borð voru 100 manns og 9 manna áhöfn og komst enginn lífs af. Flugvélin var tekin úr umferð 2003 þar sem ekki þótti vera grundvöllur fyrir rekstrinum.

Síðasta Concorde-þota breska flugfélagsins British Airways sem fór síðustu ferðina var komið fyrir í Intrepid sjó-, flug- og geimsafninu á Manhattan þar sem hún unir hag sínum vel við hlið stolts Intrepid-safnsins, flugmóðurskipsins USS Intrepid.

Ný útgáfa árið 2017

Hugsanlegt er að hin klassíska Concorde-flugvél hefji sig til flugs á nýjan leik 45 árum eftir jómfrúarflugið en í nýrri útgáfu. Franskir og japanskir iðnjöfrar vinna nú hörðum höndum að því að hanna nýja útgáfu af hinni hraðfleygu farþegaflugvél sem vann kapphlaupið í háloftunum. Er stefnt að því að nýja vélin eigi að verða tilbúin árið 2017.

Sú vél mun geta flogið 13 þúsund kílómetra viðstöðulaust en fer ekki jafn hratt yfir og eldri útgáfan sem bar ekki sitt barr eftir flugslysið í París árið 2000.

Nú vona flugbændur að nýja vélin geti tekið 300 farþega og stytt flugtímann á milli New York og Tókýó í sex klukkustundir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert