Vill rússneskt herlið til Úkraínu

Viktor Yanukovych, fyrrverandi forseti Úkraínu.
Viktor Yanukovych, fyrrverandi forseti Úkraínu. AFP

Viktor Janúkóvítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu, hefur formlega óskað eftir því við ráðamenn í Rússlandi að þeir sendi herlið sitt til Úkraínu. Þetta vill hann gera svo hægt verði að koma á lögum, reglu og friði í landinu.

Þetta kom fram á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Vitaly Churkin, sendiherra Rússlands hjá SÞ, las bréfið frá Janúkóvíts á fundinum.

„Úkraína er á barmi borgarastyrjaldar. Í landinu ríkir öngþveiti og stjórnleysi,“ segir í bréfinu. Hann segir að lífi og réttindum fólks, sérstaklega á suðausturhluta Krímskaga, sé ógnað.

Með áhrifum vesturveldanna væru framin hermdarverk á svæðinu og ofbeldi viðgengist fyrir opnum tjöldum. Sagði hann einnig að fólk væri ofsótt vegna tungumálsins og stjórnmálalegra ástæðna.

„Með vísun í þetta vil ég biðja forseta Rússlands, Vladímír Pútín, að senda herlið til að tryggja frið, lög og reglu, stöðugleika og verja íbúa Úkraínu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert