Opna herstöð nálægt Finnlandi

VIKTOR DRACHEV

Rússar hyggjast opna nýja þrjú þúsund manna herstöð skammt frá landamærum Finnlands. Herstöðin er liður í því að auka hernaðarumsvif rússneskra stjórnvalda á norðurslóðum. 

Herstöðin verður í smábænum Alakurtti, að því er segir í frétt AFP. Hún verður í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Finnlands og 300 kílómetra fjarlægð frá landamærum Svíþjóðar.

Í fréttinni segir að í bænum hafi verið herstöð á tímum kalda stríðsins en að frá árinu 2009 hafi engir hermenn verið þar. Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum verða í kringum þrjú þúsund herforingjar og óbreyttir hermenn sendir í herstöðina næsta haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert