Með lögin fyrir dómstóla

Aðgerðasinnar og nokkrir stjórnmálamenn í Úganda hafa ákveðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort hin ómannúðlegu lög, sem herða viðurlög við samkynhneigð í landinu, standist stjórnarskrá.

Mál hópsins var þingfest í gær.

Mörg ríki heims hafa fordæmt lagasetninguna. Samkvæmt lögunum er heimilt að dæma samkynhneigða í allt að lífstíðarfangelsi. Þá er fólk einnig skyldað til að tilkynna hvar samkynhneigðir halda sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert