Obama skipti út sendiherraefnum

George James Tsunis
George James Tsunis af youtube

Samtök starfsmanna í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna (American foreign service association) hafa sent Barack Obama Bandaríkjaforseta bréf þar sem beðið er um að George James Tsunis verði ekki gerður að sendiherra landsins í Noregi. 

Obama tilnefndi Tsunis á síðasta ári sem sendiherra landsins í Noregi en Tsunis var einn af þeim einstaklingum sem greiddu mest í kosningasjóð Obama í síðustu forsetakosningum. Tsunis vakti mikla athygli í janúarmánuði þegar hann var yfirheyrður um málefni Noregs í öldungadeild bandaríska þingsins. Talaði Tsunis meðal annars um „forseta Noregs“.

Óalgengt er að forseti Bandaríkjanna hætti við skipun á sendiherra eftir gagnrýni samtakanna. Síðast gagnrýndu samtökin sendiherraefni forseta Bandaríkjanna árið 1993 þegar Bill Clinton tilnefndi Larry Lawrence sem sendiherra landsins í Sviss. Clinton tók gagnrýni samtakanna ekki til greina og Lawrence var gerður að sendiherra. 

Tsunis er ekki eini sendiherrann sem Obama skipar sem samtökin gagnrýna. Gagnrýnin beinist einnig að verðandi sendiherrum Bandaríkjanna í Argentínu og Ungverjalandi en þau þóttu öll sýna af sér vanþekkingu á málefnum sinna landa í yfirheyrslunni á þinginu. 

Vanþekking sendiherraefnanna fór ekki framhjá grínistanum John Stewart sem gerði óspart grín að þeim í þætti sínum stuttu eftir yfirheyrsluna. 

Sjá frétt mbl.is: Krefja Obama um afsökunarbeiðni

Sjá frétt mbl.is: Talaði um „forseta Noregs“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert