Stríðið hefur kostað yfir 150 þúsund mannslíf

Tæplega átta þúsund börn hafa látist í Sýrlandi frá því …
Tæplega átta þúsund börn hafa látist í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin braust út. AFP

Yfir 150 þúsund manns hafa látist í átökum í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin braust þar út í mars 2011. 

Samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights eru 150.344 látnir, þar af 51.212 almennir borgarar. Inni í þeirri tölu eru tæp átta þúsund börn.

Samtökin segja að tæplega 38 liðsmenn stjórnandstöðuhersins hafi látist frá því átökin hófust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert