Hrottaleg morð á námsmönnum

Mynd úr safni
Mynd úr safni Queensland Police Service

Ung frönsk kona fannst myrt í almenningsgarði í áströlsku borginni Brisbane á föstudag. Er hún fjórði útlendi námsmaðurinn sem finnst myrtur í borginni á fáum mánuðum.

Lögreglan upplýsti morðið í dag en lík konunnar, Sophie Collombet, sem var 21 árs að aldri, fannst nakið í garði nálægt íbúð hennar. Talið er að dánarorsökin séu heilaskemmdir en henni hafði verið misþyrmt hrottalega. 

Á blaðamannafundi sagði yfirmaður rannsóknarinnar, Rod Kemp, að árásin hefði verið sérstaklega hrottaleg. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins.

Í síðustu viku fannst lík námsmanns frá Singapúr, Meenu Narayanan, en hún hafði verið stungin til bana.

Nokkrum mánuðum áður var Eunji Ban, 23 ára námsmaður frá Suður-Kóreu, barinn til bana og nokkrum vikum eftir það fannst lík annars námsmanns frá Suður-Kóreu, Mins Taes Kims, 28 ára, í gröf sem hafði verið grafin í bakgarði.

Lögreglan telur ekki að morðin tengist en fjöldi þeirra vekur mikinn ugg innan lögreglunnar enda hafi Brisbane hingað til talist fremur örugg og róleg borg. Á síðasta ári voru framin 30 morð í Brisbane.

Sophie Collombet nam við Griffith-háskólann en hún kom til Brisbane í febrúar í fyrra. Hvorki föt hennar né taska hafa fundist og er lögregla að leita í á þar skammt frá. Það var unnusti hennar sem bar kennsl á hana þegar hann sá myndir af skartgripum sem voru á líkinu þegar það fannst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert