22 lögreglumenn slösuðust

Átök komu upp í flóttamannabúðum Zaatari í Jórdaníu í dag.
Átök komu upp í flóttamannabúðum Zaatari í Jórdaníu í dag. AFP

Tuttugu og tveir jórdanskir lögreglumenn og þrír sýrlenskir flóttamenn slösuðust í átökum í flóttamannabúðum í Jórdaníu í dag, en lögregla beitti táragasi til að tvístra mótmælendum sem höfðu safnast saman í búðunum.

Að sögn vitnis lét sýrlensk flóttakona lífið, en það hefur ekki verið staðfest. Mótmælendurnir brenndu sex tjöld og tvær bifreiðar og reyndu því næst að ráðast á lögreglustöð. 100 þúsund sýrlenskir flóttamenn búa í Zaatari-flóttamannabúðunum. Í heildina búa 500 þúsund sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert